Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

1004. fundur 13. febrúar 2025 kl. 12:30 - 12:45 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Naust 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 3

Málsnúmer 2025020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2025 þar sem Birgir Teitsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir leikskóla á lóð nr. 2 við Naust. Innkomin gögn eftir Birgi Teitsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Hafnarstræti 104 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025020248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2025 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. H 104 ehf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 104 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 12:45.