Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

984. fundur 13. september 2024 kl. 09:30 - 10:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Kjarnagata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 3

Málsnúmer 2024070903Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. ágúst 2024, þar sem Gunnar Örn Sigurðsson f.h. Haga ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis og hraðhleðslustöðvar á lóð nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn 10. september 2024 eftir Gunnar Örn Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Baldursnes 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023121566Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2023 þar sem Sigríður Magnúsdóttir fyrir hönd Atlantsolíu sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir rafmagnshleðslubúnaði á lóð nr. 3 við Baldursnes. Innkomin gögn dagsett 10. september 2024 eftir Sigríði Magnúsdóttur
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Þórunnarstræti 112 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2024081409Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2024 þar sem Annette de Vink sækir um að bæta við tveimur bílastæðum við hús nr. 112 við Þingvallastræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

4.Norðurtangi 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024051806Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2024 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Rafeyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 5 við Norðurtanga. Innkomin gögn eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Glerárgata 32 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2024090710Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. september 2024 þar sem Helgi Örn Eyþórsson fh. Norðurorku hf. tilkynnir uppsetningu á loftneti og tilheyrandi búnaði á þaki Glerárgötu 32. Leigusamkomulag við eiganda húss liggur fyrir.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún samræmist skipulagi og sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í gr. 2.3.6. byggingarreglugerðar. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa þegar framkvæmd er lokið.

6.Óseyri 19 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019110207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 þar sem Guðjón Þ. Sigfússon fyrir hönd Bjarna Hallgrímssonar sækir um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu með tengibyggingu við eldra hús á lóð nr. 19 við Óseyri. Innkomin ný gögn 13. september 2024 eftir Guðjón Þ. Sigfússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 10:00.