Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

915. fundur 11. maí 2023 kl. 14:30 - 15:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir Verkefnastjóri fasteignaskráningar
Dagskrá

1.Hafnarstræti 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023031375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á húsi nr. 67 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Akureyrarland - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040397Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Akureyrarbær sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir endurbótum á kirkjutröppum frá Kaupvangsstræti að Akureyrarkirkju.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Víðivellir /Oddeyrarskóli - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023041141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2023 þar sem Ágúst Hafsteinsson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi í Oddeyrarskóla við Víðivelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson og skýringargögn.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hulduholt 25 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023050190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Rögnvaldar Sigurðssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á lóð nr. 25 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Mýrarvegur /Kaupangur - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023050248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarapóteks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild í Kaupangi, matshluta 01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023050292Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild í rými 25 og 26 á Glerártorgi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Týsnes 22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023050365Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2023 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð nr. 22 við Týsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 15:00.