Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

905. fundur 02. mars 2023 kl. 11:00 - 11:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020889Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar þar sem Ágúst Hafsteinsson sækir um, fyrir hönd Akureyrarbæjar, byggingaráform og byggingarleyfi í húsi nr. 16 við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Árstígur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021020605Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2023 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 2 við Árstíg.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Þórunnarstræti 138 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2023 frá Gísla Jóni Kristinssyni þar sem hann fyrir hönd Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti 29 - umsókn um byggingarleyfi, endurbætur og fjölgun íbúða

Málsnúmer 2023010367Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2023 þar sem Sigríður Arngrímsdóttir fyrir hönd Fala ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 29 við Hafnarstræti og fjölgun íbúða úr 3 í 6. Innkomnar nýjar teikningar 27. febrúar 2023.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.