Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

890. fundur 16. nóvember 2022 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Þverholt 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022110212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2022 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Ingu Steinlaugar Hauksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss á húsi nr. 6 við Þverholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Hulduholt 4-12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022040007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir raðhúsi á lóð nr. 4 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Tryggvabraut 8 - Krónan - (áður Glerárgata 38) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040979Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2022 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi á lóð nr. 8 við Tryggvabraut. Innkomnar nýjar teikningar 15. nóvember 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.