Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

882. fundur 22. september 2022 kl. 11:00 - 11:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Strandgata 23 - umsókn um breytta notkun íbúðar

Málsnúmer 2022090056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2022 þar sem Þorsteinn Marinósson sækir um að íbúð 101 í Strandgötu 23 verði skráð sem atvinnuhúsnæði ætlað til reksturs gistingar. Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Þursaholt 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022090484Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2022 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Búfesti svf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-12 við Þursaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.