Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

864. fundur 19. maí 2022 kl. 13:00 - 14:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Kjarnagata 55-57 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022030840Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2022 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 55-57 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir mathöll

Málsnúmer 2022050169Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2022 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi fyrir mathöll á lóð nr. 2 við Austursíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ólaf Svavarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Heimaland 7 (mhl. 02 á lóð 3) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 3 við Heimaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kjarnalundur - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun svala

Málsnúmer 2022050594Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Kjarnalundar í Kjarnaskógi. Fyrirhugað er að stækka svalir að norðaustan. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Margrétarhagi 14-22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021061685Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð 14-22 við Margrétarhaga. Innkomnar nýjar teikningar 13. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Nonnahagi 12-20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019110235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir raðhúsi á lóð 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Mýrarvegur Kaupangur - umsókn um byggingarleyfi, endurhæfingarstöð

Málsnúmer 2022050450Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi Kaupangs við Mýrarveg. Fyrirhugað er að opna endurhæfingarstöð á 2. hæð hússins í rými 0207. Í því felst að setja upp lyftu í stað stiga á vesturhlið og glugga, svalahurð og svalir á norðurhlið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 14:15.