Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

842. fundur 02. desember 2021 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 90 - umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingarekstur

Málsnúmer 2021090223Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Arnfinns ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 90 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að opna veitingarekstur. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Nonnahagi 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110335Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Karenar Sigurbjörnsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. desember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Margrétarhagi 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021111101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. nóvember 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Maríu Hólmfríðar Marinósdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 2. desember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Brekkugata 29 - umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun

Málsnúmer 2021111211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Brekkugötu ehf. sækir um breytta skráningu í húsi nr. 29 við Brekkugötu. Fyrirhugað er að fá rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Álfabyggð 9 - niðurrif garðskála

Málsnúmer 2021111222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Sigrún Lilja Sigurðardóttir sækir um niðurrif garðskála, merktur 03-0101.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

6.Skálateigur 3-7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í bílakjallara

Málsnúmer 2021111244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Sverrir Ágústsson fyrir hönd Skálateigs 3-7, húsfélags sækir um byggingarleyfi til að breyta bílastæðafjölda í bílastæðakjallara í húsi nr. 3-7 við Skálateig. Meðfylgjandi teikningar eru eftir Sverri Ágústsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á að uppfæra þarf eignaskiptasamning í samræmi við breytingar.

Fundi slitið - kl. 13:30.