Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

831. fundur 16. september 2021 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Lækjargata 2A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021070278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2021 þar sem Prodomo ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2A við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Róbert Svavarsson. Innkomin ný gögn 16. september 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Möðruvallastræti 10 - umsókn um byggingarleyfi, svalir og bílastæði

Málsnúmer 2021090466Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2021 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Ögmundar H. Knútssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 10 við Möðruvallastræti. Fyrirhugað er að útbúa svalir á húsið og bílastæði á lóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Kotárgerði 24 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021090611Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Erlingur H. Kristvinsson sækir um úrtak úr kantsteini og endurgerð gangstéttar við hús nr. 24 við Kotárgerði. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með að hámarki 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

4.Gleráreyrar 1 - stækkun HM - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021090631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í bili 23 og 34-38 á Glerártorgi. Fyrirhugað er að stækka verslun H&M með því að framlengja rýmið 2 m fram á göngugötu, bæta við öðrum inngangi en loka öðrum af þeim tveimur sem fyrir eru. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.