Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

810. fundur 15. apríl 2021 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyjafjarðarbraut L147548 - flugstöð - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011489Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við flugstöð Akureyrar við Eyjafjarðarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Guðbrandsson. Innkomnar nýjar teikningar 31. mars 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Lyngholt 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum

Málsnúmer 2021023159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Sigurðar Sigþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús og bílgeymslu á lóð nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum 10. mars 2021 að ekki væri þörf á deiliskipulagsbreytingu. Innkomnar nýjar teikningar 7. apríl 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hafnarstræti 34 - umsókn um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða húsi

Málsnúmer 2021023171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2021 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða Fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða timburhúsi á lóð nr. 34 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgeir Jónsson. Innkomar nýjar teikningar 6. apríl 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti 36 - umsókn um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða húsi

Málsnúmer 2021023172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2021 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða Fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða timburhúsi á lóð nr. 36 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgeir Jónsson. Innkomar nýjar teikningar 6. apríl 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Kristjánshagi 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021031843Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2021 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Jafnframt er óskað eftir byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli teikninganna.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti fyrir húsinu en frestar erindinu að öðru leyti með vísan í skoðunarskýrslu.

6.Nonnahagi 19 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021031951Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Þorsteins Hlyns Jónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Búðartangi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021032209Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2021 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Vals Þórs Marteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Búðartanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

8.Hamarstígur 23 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Guðrúnar Vöku Sigurðardóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss á húsi nr. 23 við Hamarstíg. Fyrirhugað er að klæða húsið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

9.Langahlíð 18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Álfhildar Ólafsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 18 við Lönguhlíð. Fyrirhugað er að setja nýjan glugga á suðurhlið hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

10.Hraungerði 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2021040141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Gunnars Gíslasonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 4 við Hraungerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 13:50.