Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

796. fundur 07. janúar 2021 kl. 13:00 - 13:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Fossagil 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070304Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Ágústu Hrannar Kristinsdóttur sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af húsi nr. 10 við Fossagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Steindórshagi 9-15 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020110897Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 9-15 við Steindórshaga. Innkomnar nýjar teikningar 21. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hringteigur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hringteig. Fyrirhugaðar eru breytingar á kjallara, innrétta skjalageymslu og bæta starfsmannaaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Eyrarlandstún SAk - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi hjólaskýlis

Málsnúmer 2020120392Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri sækir um byggingarleyfi fyrir hjólaskýli við Sjúkrahúsið á Akureyri við Eyrarlandstún. Meðfylgandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Krossanes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120395Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. sækir um byggingarleyfi fyrir fóðursílói og tengibyggingu á lóð nr. 2 við Krossanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Njarðarnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120515Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Sigurveigar Árnadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í rými númer 0106 í húsi nr. 2 við Njarðarnes. Fyrirhugað er að útbúa atvinnueldhús í húsinu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Krókeyrarnöf 18 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070483Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2020 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Viðars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 18 við Krókeyrarnöf. Breytingin tekur til lóðarveggs og innra skipulags. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Rangárvellir 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100642Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1.

Innkomnar nýjar teikningar 6. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.