Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

718. fundur 11. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Rangárvellir 2 , hús nr. 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2019 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 7 við Rangárvelli 2, um þrjú bil til suðurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.KA hús Dalsbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í búningsklefum og snyrtingum

Málsnúmer 2019040021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á KA húsi við Dalsbraut. Breytingarnar snúa að búningsklefum, sturtum og snyrtingum. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason hjá Opus fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um leyfi til að hafa jarðvegsskipti á lóð nr. 2 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti fyrir húsi í samræmi við fyrirliggjandi afstöðumynd, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

4.Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019040051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugaðar breytingar eru innan- og utanhúss og útlistaðar á fylgiskjali umsóknar og meðfylgjandi teikningum eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Beykilundur 11, stækkun - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hildigunnar Rutar Jónsdóttur, kt. 150678-4209, sækir um að byggja viðbyggingu við hús nr. 11 við Beykilund.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið.

6.Móasíða 1 - umsókn um byggingarleyfi 1. hæð og kjallari

Málsnúmer 2019020314Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Jón Stefán Einarsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð og kjallara í húsi nr. 1 við Móasíðu. Fyrirhugað er að gera fjórar íbúðir á 1. hæð og geymslur í kjallara. Meðfylgjandi er samþykki annarra eigenda í húsinu og teikningar eftir Jón Stefán Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:30.