Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

766. fundur 30. apríl 2020 kl. 13:00 - 13:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Goðanes 2 - umsókn um byggingarleyfi, áfangi 2

Málsnúmer 2018120207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga við hús nr. 2 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. apríl 2020, ásamt lagfærðri greinargerð brunahönnunar.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

2.Heiðartún 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030567Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Björns Ómars Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

3.Kristjánshagi 23-27 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til jarðvegsskipta fyrir raðhúsi á lóð nr. 23-27 við Kristjánshaga á grundvelli innlagðra teikninga eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti á gundvelli innlagðra teikninga.

4.Kristjánshagi 15-21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030605Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til jarðvegsskipta fyrir raðhúsi á lóð nr. 15-21 við Kristjánshaga á grundvelli innlagðra teikninga eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti á gundvelli innlagðra teikninga.

5.Jaðarsíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Stefáns Þórs Guðmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði. Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti á gundvelli innlagðra teikninga.

6.Drottningarbraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir fyrsta áfanga húss á lóð nr. 1 við Drottingarbraut. Húsið verður bátaskýli fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

7.Hlíðarendi dreifistöð NO - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð við Hlíðarenda.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

8.Grundargata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að steypa nýjar útitröppur og breyta innréttingum íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar Steinmars Heiðar Rögnvaldssonar.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:40.