Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

762. fundur 26. mars 2020 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Gránufélagsgata 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2018100441Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs að tilskildu samþykki Minjastofnunar Íslands.

Innkomin 17. mars 2020 umsögn og samþykki Minjastofnunar um niðurrif hluta mannvirkjanna.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif fyrir þá hluta hússins sem byggðir eru 1921 og 1923 með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

2.Helgamagrastræti 28 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020628Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Gauta Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 28 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu 01.

3.Gudmannshagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020683Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2020 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd BE húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um heimild til jarðvegsskipta á grundvelli deiliskipulags og innlagðra aðaluppdrátta eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkti jarðvegsskiptin þann 23. mars 2020.

4.Lerkilundur 12 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2020030421Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Egils Arnar Sigurðssonar og Katrínar Markar Melsen leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á bílgeymslu í tvö herbergi með snyrtingu. Meðfylgjandi er teikning eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi með breyttum aðaluppdráttum.

5.Kaupvangsstræti 8-10-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innan og utanhúss

Málsnúmer 2019100306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og útliti í húsi nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikningar 2. mars 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Fundurinn var haldinn sem fjarfundur og staðfestir byggingarfulltrúi fundargerðina með tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 13:50.