Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

753. fundur 09. janúar 2020 kl. 13:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Bjarkarlundur 8 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN030448Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2014 þar sem Sigurjón Bergur Kristinsson, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Bjarkarlundi 8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar eftir Kára Magnússon 8. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Nonnahagi 12-20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019110235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 þar sem Kristinn Rúnar Victorsson fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 7. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

3.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannarými

Málsnúmer 2019120319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2019 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugaðar eru breytingar á aðstöðu húsvarða og sameiginlegum starfsmannarýmum norðan rýma 29-30 vegna annarra breytinga í húsinu. Bætt verður við glugga á norðurhlið. Meðfylgjandi er teikning eftir Svövu Björk Bragadóttur. Innkomin ný teikning 6. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Lundargata 17 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Sigurðar Sigurgeirssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 17 við Lundargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem húsið er ekki í samræmi við deiliskipulag hvað varðar húsgerð.

5.Kjarnagata 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímamastri

Málsnúmer 2020010011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2019 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu farsímamasturs við hús nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er gátlisti og samþykki lóðareiganda.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram samþykki Isavia ohf.

6.Gleráreyrar 1, rými 23, 34-36 - umsókn um byggingarleyfi H&M

Málsnúmer 2019110088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2019 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum með að sameina útleigurými 23 og 34-36 með stækkun millilofta yfir útleigurými 38, 39 og 40, auk stækkunar verslunar fram á verslunargötu til norðurs í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Þverbraut - göngu- og reiðbrú á vestustu kvísl Eyjafjarðarár - umsókn um byggingaleyfi fyrir brú

Málsnúmer 2019100220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2019 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir útivistar- og göngubrú yfir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Berg Steingrímsson. Innkomnar nýjar teikningar 30.12.2019. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu, Hestamannafélaginu Létti, Minjastofnun, Óshólmanefnd, Umhverfisstofnun, umsjónarmanni fiskirannsókna og Veiðifélagi Eyjafjarðarár
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Þær eru m.a. að:

- framkvæmdartími verði utan varptíma fugla.

- ekki verði röskun á landi utan framkvæmdasvæðis.

- haldið verði til haga og óskemmdu efsta gróðurlagi á raskssvæði til notkunar við lagfæringar á framkvæmdasvæði við lok verks.

- samráð verði við Veiðifélag Eyjafjarðarár á verktíma.

- gæta þess að áin komist ekki í snertingu við steypu í minnst eina viku eftir niðurlögn.

Fundi slitið.