Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

741. fundur 26. september 2019 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Óseyri 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2019090456Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita - iðnaður ehf., kt. 530117-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breyttu innra skipulagi í húsi nr. 1 við Óseyri. Fyrirhugað er meðal annars að breyta óráðstöfuðu rými í lager, skrifstofu og kaffistofu og setja upp iðnaðarhurð. Meðfylgjandi er greinargerð hönnunarstjóra og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2019080278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Efniviðar ehf., kt. 680704-2950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Brekkugata 1b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020351Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Muga ehf., kt. 510512-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og notkun á öllum hæðum hússins nr. 1b við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Þórunnarstræti 114 - umsókn um breytingu á innra skipulagi

Málsnúmer 2019090222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Libertas ehf., kt. 520811-1760, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti. Fyrirhugað er að breyta húsinu í tvær íbúðir. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Sigurð Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem að íbúðirnar uppfylla ekki kröfu byggingarreglugerðar.

5.Krókeyrarnöf 14 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grettistaks ehf., kt. 680717-0950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 14 við Krókeyrarnöf. Fyrirhugað er að breyta úr steinsteypu einangrun að utan í plasteinangrunarmót. Gluggasetning breytist og veggur milli bílskúrs og íbúðar verður timburgrind og gifs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými

Málsnúmer 2019090080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar, kt. 271060-2899, sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg í tvö gistirými með sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur.

Erindið fór fyrir skipulagsráð 11. september sl. sem samþykkti breytta notkun.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Rangárvellir 2 - hús nr. 3 - umsókn um byggingarleyfi breytinga

Málsnúmer 2018120106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1-3 við Rangárvelli 2. Fyrirhugað er að færa mötuneytið milli húsanna. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur og brunahönnun Böðvars Tómassonar. Innkomnar nýjar teikningar 26. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.