Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

731. fundur 11. júlí 2019 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geirþrúðarhagi 6A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019050249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 10. júlí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Reynilundur 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019060077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Erlingur Guðmundsson, kt. 160471-3369, og Kristín Jóhannesdóttir, kt. 210375-5039, sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús sitt nr. 10 við Reynilund. Fyrirhuguð viðbygging er ætluð til að tengja bílskúr við íbúðarhús. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Ævar Guðmundsson.

Innkomnir nýir aðaluppdrættir 3. og 10. júlí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Glerárgata 24 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð

Málsnúmer 2019060219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Þorvarður Lárus Björnsson fyrir hönd Vátryggingafélags Íslands hf., kt. 690689-2009, og LF ehf., kt. 691206-4750, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 24 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorvarð Lárus Björnsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. júlí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Möðruvallastræti 1A - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2019070358Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2019 þar sem Jóhannes Birgir Atlason, kt. 120882-5469, og Snæbjörg Elva Svansdóttir, kt. 051284-2249, sækja um leyfi fyrir bílastæði og úrtaki á kantsteini við hús sitt nr. 1A við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir 6 metra breytt bílastæði með allt að 7 metra úrtaki úr kantsteini með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

5.Ránargata 12 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2019070363Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 10. júlí 2019 þar sem Geneblet Cisneros Catalan, kt. 140168-2899, og Conrado R. Catalan, kt. 190266-2819, sækja um leyfi fyrir bílastæði og úrtaki á kantsteini við hús sitt nr. 12 við Ránargötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir 5 metra breytt bílastæði með allt að 6 metra úrtaki úr kantsteini með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Fundi slitið - kl. 13:20.