Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

727. fundur 13. júní 2019 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ásabyggð 11 - umsókn um byggingarleyfi vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018040147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Helga Vals Harðarsonar, kt. 140982-5209 og Valdísar Aspar Jónsdóttur, kt. 231185-3059, sækir um byggingarleyfi fyrir stakstæðri bílgeymslu við hús nr. 11 við Ásabyggð. Sótt er um að fá graftrarleyfi sem fyrst. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. júní 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hamarstígur 30 - úrtaka á kantstein

Málsnúmer 2018050151Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 31. maí 2019 þar sem Sonja Sif Jóhannsdóttir, kt. 060775-5679, óskar eftir að fá að gera bílastæði á suðurlóð Hamarstígs 30.

Óskað er eftir því að hraðahindrun verði færð eða jafnvel fjarlægð eða önnur lausn fundin svo að ekki þurfi að leggja bílunum út á götu.
Á samráðsfundi fundi umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs var komist að þeirri niðurstöðu að hraðarhindrun verði ekki fjarlægð eða færð og ekki er gerð athugasemd við staðsetningu á bílastæði austast á lóðinni.

Byggingarfulltrúi samþykkir 3 metra breytt bílastæði fyrir 1 bíl austast á suðurlóð með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

3.Kjarnagata 12-14 - umsókn um byggingarleyfi, breyting á íbúð 501

Málsnúmer 2019060064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2019 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Búfesti hsf., kt. 560484-0119, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi íbúðar 501 í húsi nr. 12-14 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Strandgata 37 - umsókn um breytingu verslunarhúsnæðis í íbúð

Málsnúmer 2019060066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Klettaborga ehf., kt. 581004-3540, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun í hluta húss nr. 37 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta verslunarhúsnæði í íbúð. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem ekki er heimilt að gera glugga í eldvarnarvegg sem stendur á lóðarmörkum sem þarf að vera vegna lágmarksfjarlægðar milli húsa. Einnig eiga nýjar íbúðir að uppfylla kröfur um algilda hönnun.

5.Gleráreyrar 1 - umsókn um skilti á norður- og suðurhlið

Málsnúmer 2019060096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að auka magn skilta á suður og norðurhlið húss nr.1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Jaðarsíða 12 - umsókn um samþykki á lóðarvegg

Málsnúmer 2019060101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2019 þar sem Ingibjörg María Gylfadóttir, kt. 051069-5449, leggur inn fyrirspurn varðandi lóðarvegg við hús nr.12 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en skila skal samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs og meðeigenda í húsi með umsókn um byggingarleyfi.

7.Hafnarstræti 102 1. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019050128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd LF2 ehf., kt. 691206-4750, sækir um samþykki fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Lerkilundur 18 - fyrirspurn um byggingu þaks milli íbúðarhúss og bílgeymslu

Málsnúmer 2019060197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Bergvins Fannars Gunnarssonar, kt. 240378-2999, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu þaks milli íbúðarhúss og bílgeymslu í Lerkilundi 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

9.Möðruvallastræti 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2019050074Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 30. apríl 2019 þar sem Eyrún Anna Finnsdóttir fyrir hönd Baldvins Halldór Sigurðssonar, kt. 260553-3999, sækir um byggingarleyfi fyrir nýjum bílskúr við Möðruvallastræti 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. júní 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Þórunnarstræti 93 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd S16 Fasteignafélags ehf, kt. 640907-1340, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum gistiheimilis í húsi nr. 93 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Inkomnar teikningar 6.júní 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:00.