Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

725. fundur 29. maí 2019 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Sjafnargata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018060601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2019 þar sem Gunnar Örn Sigurðsson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, sækir um byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tilheyrandi búnaði á lóð nr. 2 við Sjafnargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Örn.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Norðurgata 36, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks

Málsnúmer 2019050531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

3.Hvannavellir 14, rif á grunni mhl. 02

Málsnúmer 2019050624Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2019 þar sem Kári Magnússpm fyrir hönd Reita skrifstofa ehf., kt. 530117-0730, sækir um rif á sökkli iðnaðarhúss á lóð nr. 14 við Hvannavelli. Áætlað er að brjóta ofan af sökkli niður fyrir jarðvegsyfirborð.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Möðruvallastræti 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2019050074Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 30. apríl 2019 þar sem Eyrún Anna Finnsdóttir fyrir hönd Baldvins Halldórs Sigurðssonar, kt. 260553-3999, sækir um byggingarleyfi fyrir nýjum bílskúr við Möðruvallastræti 9, jafnframt sem óskað er eftir niðurrifi á gamla bílskúrnum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið.

5.Goðabyggð 17 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2019050391Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Rannveigar Elíasdóttur, kt. 090882-4149, og Hjörleifs Arnar Jónssonar, kt. 220972-3729, sækja um byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsi nr. 17 við Goðabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Margrétarhagi 3-5 - fyrirspurn, tillöguteikningar

Málsnúmer 2019050564Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Þ.J.V. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, leggur inn fyrirspurn vegna byggingaráforma á lóð 3-5 við Margrétarhaga. Óskað er eftir leyfi til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti á grundvelli fyrirliggjandi tillöguteikninga.

Fundi slitið - kl. 14:30.