Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

722. fundur 08. maí 2019 kl. 13:00 - 14:25 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 108 - sumaraðstaða

Málsnúmer 2017030556Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2019 þar sem Arnar Pálsson fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á sumaraðstöðu fyrir borð og stóla í göngugötu við Hafnarstræti 108.
Byggingarfulltrúi samþykkir nýtingu svæðisins frá 1. júní til 30. ágúst 2019. Farið skal eftir Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi hvað varðar umfang og notkunartíma.

2.Hrísalundur 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigáma

Málsnúmer 2013080004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2019 þar sem Arnar Pálsson fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir frystigáma ásamt skýli vestan megin við húsbyggingu í Hrísalundi 3.
Byggingarfulltrúi samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tveimur frystigámum vestan við húsið ásamt skýli milli þeirra til 30. apríl 2020. Kröfur um hávaða frá gámunum skulu vera innan leyfilegra marka reglugerða.

3.Vanabyggð 11 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2018070361Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Sigurðar Óla Guðmundssonar, kt. 050687-3179, sækir um leyfi fyrir breytingum í Vanabyggð 11, neðri hæð. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Viðjulundur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2013040216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2019 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð, kt. 620780-3169, sækir um samþykki á teikningum vegna lokaúttektar á húsi nr. 2 við Viðjulund. Fallið er frá breytingum um steypta verönd og geymslu undir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Kjarnagata 51 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 30. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Borgarsíða 1 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2019050112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd John Júlíusar Cariglia, kt. 140874-4509, og Þóru Pétursdóttur, kt. 120982-3119, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Hafnarstræti 102 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019050128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd LF2 ehf., kt. 691206-4750, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Kringlumýri 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019050129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2019 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Magnúsar Snorra Magnússonar, kt. 220567-4199, sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og viðbyggingu við hús nr. 11 við Kringlumýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Strandgata 16 - umsókn um byggingarleyfi mhl 02

Málsnúmer 2019050158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2019, móttekið 6. maí 2019, þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um byggingarleyfi fyrir vakthúsi á lóðinni nr. 16 við Strandgötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta fyrir húsið.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti en frestar afgreiðslu að öðru leyti.

10.Möðruvallastræti 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2019050074Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 30. apríl 2019 þar sem Eyrún Anna Finnsdóttir fyrir hönd Baldvins Halldórs Sigurðssonar, kt. 260553-3999, sækir um byggingarleyfi fyrir nýjum bílskúr við Möðruvallastræti 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:25.