Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

721. fundur 02. maí 2019 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Langholt 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017110110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2019 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita-verslunar ehf., kt. 530117-0650, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 2 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Dalsgerði 4 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2019050046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2019 þar sem Siguróli M. Sigurðsson, fyrir hönd Dalsgerðis 4, húsfélags, kt. 640797-2079, sækir um leyfi til að gera bílastæði inn á lóð íbúða húss nr. 4 við Dalsgerði. Bílastæði með möguleika á rafhleðslu komi vestan megin við húsið, eitt bílastæði við íbúð A og D, en tvö við íbúð B og C, með aðkomu frá Dalgerði. Sjá meðfylgjandi myndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir eitt þriggja metra breytt bílastæði við hverja íbúð, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Fundi slitið - kl. 13:45.