Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

712. fundur 28. febrúar 2019 kl. 13:00 - 14:35 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Gleráreyrar 1 rými 01- umsókn um leyfi fyrir breytingum, Kaffi Torg

Málsnúmer 2017030604Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi fyrir breytingum á rými 01 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson, lagfærðar vegna öryggisúttektar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og tveimur tönkum

Málsnúmer 2019020068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbyggingin er tveir nýir stáltankar ásamt viðbyggingu við austurhlið vinnslusalar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. og 28. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs

Málsnúmer 2018110072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og breytingu á skúr, mhl. nr. 3, lóðar nr. 53 við Strandgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Kristján Eldjárn.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hrísalundur 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hrísalundi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Innkomnar nýjar teikningar 22. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hólatún 7 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN040611Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Kristjönu Baldursdóttur og Birgis Arnarssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hólatúni 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Einarsson.
Byggingafulltrúi frestar erindinu.

6.Brekkugata 1B - breyting á innra skipulagi

Málsnúmer 2019020351Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Muga ehf., kt. 510512-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og notkun á öllum hæðum hússins nr. 1B við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Litlahlíð 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir framlengingu þaks yfir svalir

Málsnúmer 2019020286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Húsfélagsins Litluhlíðar 4, kt. 690699-2229, sækir um byggingarleyfi til að framlengja þak yfir svalir á húsi nr. 4 við Litluhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Glerárgata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð

Málsnúmer 2019020315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Ragnar Guðmundsson fyrir hönd Þulu - Norrænt hugvit ehf., kt. 660588-1089, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 3. hæð í húsi nr. 28 við Glerárgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar á 2. hæð

Málsnúmer 2018070358Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. febrúar 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita - skrifstofur ehf., 530117-0730, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir breytingum á innra skipulagi á 2. hæð að Hvannavöllum 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:35.