Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

696. fundur 24. október 2018 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Heiðartún 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090302Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Baldurs Vigfússonar og Krístínar Margrétar Gylfadóttur óskar eftir að framkvæmdir við grundun húss verði samkv. meðfylgjandi gögnum þ.e. í stað steyptra staura verði gerð jarðvegsskipti á lóðinni. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðna framkvæmd við grundun. Gert er að skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nærliggjandi lóðum og götum áður en framkvæmdir hefjast og einnig að þeim loknum. Bent er á að umsækjandi ber fulla ábyrgð á tjóni sem orðið getur af framkvæmdinni utan lóðar.

2.Ystabæjarvegur 7, dælustöð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018060490Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir dælustöð úr timbri á lóð nr. 7 við Ystabæjarveg í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

3.Kaupvangsstræti 21 - umsókn um byggingaleyfi vegna breyttrar notkunar

Málsnúmer 2018100302Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Stefáns Jóhannessonar sækir um breytingar á 1. hæð húss nr. 21 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Lerkilundur 3 - umsókn um breytingar.

Málsnúmer 2018100301Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2018 þar sem Sigurður J. Sigurðsson sækir um breytingar á húsi nr. 3 við Lerkilund. Meðfylgjandi teikningar eftir Bjarna Reykjalín.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:20.