Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

678. fundur 17. maí 2018 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 19 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2018050073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 19 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem erindið er ekki í samræmi við deiliskipulag og stærð bílskúrsins leyfir ekki að þar sé geymdur bíll.

2.Daggarlundur 11 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014090246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Friðgeirs Valdimarssonar, kt. 150279-5269, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 11 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. maí 2018.
Byggingarfulltrúi hafnar breytingum á gangi þar sem breytingin uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um algilda hönnun, eftir breytingu sem gerð var á henni 2. maí 2016.

3.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018050083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hrísalundur 5 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015120082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 5 við Hrísalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hamarstígur 30 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2018 þar sem Sæmundur Óskarsson fyrir hönd Svartra fata ehf., kt. 690102-4550, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 30 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sæmund Óskarsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Margrétarhagi 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017120492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 17. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Kjarnagata 51 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2018050066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir bílkjallara á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Óskað er eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandir eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti en frestar afgreiðslu teikninga með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Brekkugata 13a - fyrirspurn um svalir

Málsnúmer 2018050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2018 þar sem Þóra Karlsdóttir, kt. 090762-5249, og Björn Jónsson, kt. 150559-5459, leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu svala við hús nr. 13a við Brekkugötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að vegna aldurs hússins þarf umsækjandi að leggja fram samþykki Minjastofnunar Íslands fyrir breytingum á húsinu og frestar byggingarfulltrúi erindinu þar til það liggur fyrir.

9.Hamarstígur 30 - úrtaka á kantstein

Málsnúmer 2018050151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Gunnar Atli Fríðuson, kt. 120375-3699, sækir um úrtöku á kantstein við hús nr. 30 við Hamarstíg. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu vegna nálægðar við hraðahindrun og gangbraut.

10.Einilundur 4e - garðhús

Málsnúmer 2018050076Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Erla K. Þorsteinsdóttir, kt. 031050-3599, og James N. Robertsson, kt. 140454-2149, sækja um leyfi til að setja niður garðhús á lóð nr. 4e við Einilund. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skýringarmynd. Innkomið samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið samkomulag við nágranna um uppsetningu á smáhýsi við lóðarmörk að húsi nr. 5. Smáhýsið uppfyllir skilyrði greinar 2.3.5. í byggingarreglu-gerð og er því ekki byggingarleyfisskylt.

Fundi slitið - kl. 14:20.