Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

674. fundur 18. apríl 2018 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Rangárvellir 2 , hús nr. 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og nýjum gluggum á byggingu 7, á lóðinni nr. 2 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018040154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2018 þar sem Baldur Vigfússon og Kristín Margrét Gylfadóttir sækja um lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og setur þau skilyrði fyrir úthlutuninni að húsið verði grundað á súlum.

3.Vættagil 31 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2017110280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Guðlaugs Arasonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að innan í húsi nr. 31 við Vættagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 11. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Ráðhústorg 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2018030085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf., kt. 491111-0460, og Guri ehf., kt. 690806-0530, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 9 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.