Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

648. fundur 05. október 2017 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi - mhl 01

Málsnúmer 2016080038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins, kt. 470596-2289, sækir um byggingarleyfi fyrir bogaskemmu við Ægisnes 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 2. október 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Austurbrú 2-4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016040126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2-4 við Austurbrú, íbúð 0304. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Sjávargata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir síló og undirstöðuplötu

Málsnúmer 2017090165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hráefnissílói og steyptri undirstöðuplötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Davíðshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóðinni nr. 2 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 2. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Gleráreyrar 1, rými 32-33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir opnun milli bila

Málsnúmer 2017090161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf. sækir um leyfi til að opna milli verslunarbila 32 og 33 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Brekatún 2 - umsókn um bílastæði við suðurhlið

Málsnúmer 2017090156Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Brekatúns 2, húsfélags sækir um leyfi til að gera bílastæði sunnan við húsið nr. 2 við Brekatún. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir uppfærðri afstöðumynd.

7.Melgerði 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. september 2017 þar sem Þórir Barðdal sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúð sinni sem merkt er númer 2 við Melgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Emil Þór Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Glerárvirkjun II - umsókn um byggingarleyfi fyrir stíflu

Málsnúmer 2017050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf. sækir um breytingu á hæð mannvirkis, Glerárstíflu II, til samræmis við heimild í skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas V. Karlesson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Strandgata - þökulagning rennu við Átak

Málsnúmer 2017100034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2017 þar sem Arinbjörn Kúld fyrir hönd Íslandsnökkva ehf. óskar eftir að fá heimild til að leggja grasþökur í rennu sem liggur milli bílastæðis Átaks og Strandgötu, við norðurendann á Pollinum. Sjá frekar í bréfi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við beiðnina og bendir umsækjanda á að hafa samráð við umhverfisfulltrúa hjá umhverfis- og mannvirkjasviði.

10.Davíðshagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Beykilundur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall

Málsnúmer 2017080048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2017 þar sem Sigurður Steingrímsson og Kristjana Friðriksdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall við hús nr. 1 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 22. ágúst 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Hafnarstræti 26 - gróður í bæjarlandinu

Málsnúmer 2017100007Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi bendir á að gróður í bæjarlandinu utan lóðarmarka Hafnarstrætis 26 hafi verið fjarlægður án samráðs við Akureyrarbæ.
Byggingarfulltrúi gerir framkvæmdaaðila skylt að bæta þann gróður sem fjarlægður hefur verið. Haft verði samráð við umhverfisfulltrúa hjá umhverfis- og mannvirkjasviði.

13.Geirþrúðarhagi 6 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2016120154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Tréverks ehf. sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 6 við Geirþrúðarhaga, til 1. júlí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.