Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

647. fundur 21. september 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Davíðshagi 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017080103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 14. og 21. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Davíðshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 2 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Mýrarvegur, Kaupangur - byggingarleyfi fyrir ísbúð

Málsnúmer 2017090089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2017 þar sem Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir fyrir hönd Garbó ehf., kt. 530711-0480, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum vegna flutnings Ísbúðarinnar milli bila. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um tilfærslu á bílastæðum og breikkun akvegar við hús nr. 32-34 við Stekkjartún. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hríseyjargata 3 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017090029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Magnús Jón Ólafsson, kt. 140474-3209, sækir um stækkun á lóð sinni númer 3 við Hríseyjargötu um sem nemur skika merktan á meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir lóðarstækkunina sem er í samræmi við deiliskipulag. Lóðarskrárritara er falið að gefa út nýjan lóðarsamning.

6.Hamarstígur 18 - fyrirspurn um úrtöku á kantsteini

Málsnúmer 2017090046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2017 þar sem Ívar Örn Björnsson, kt. 150779-3089, leggur inn fyrirspurn varðandi úrtöku á kantsteini við hús sitt nr. 18 við Hamarstíg. Meðfylgjandir er mynd.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir.

7.Kristjánshagi 4 - umsókn um frest

Málsnúmer 2016120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um framkvæmdafrest á úthlutaðri lóð sinni númer 4 við Kristjánshaga. Byrjun framkvæmda er fyrirhuguð snemma vors 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdafrest til 1. maí 2018.

8.Hafnarstræti 26A - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017080010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Kári Arnór Kárason fyrir hönd H-26 ehf., kt. 640217-1620, sækir um samþykki fyrir niðurrifi fyrra húss á lóð númer 26 við Hafnarstræti.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Fundi slitið - kl. 14:00.