Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

631. fundur 18. maí 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Krókeyrarnöf 21 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070473Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 21 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Kristjánshagi 1a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010075Vakta málsnúmer

Lagðar inn teikningar 15. maí 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 1a við Kristjánshaga.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

3.Kristjánshagi 1b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120055Vakta málsnúmer

Lagðar inn teikningar 15. maí 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 1b við Kristjánshaga.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

4.Glerárgata 32 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017040013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd G32 fasteigna ehf., kt. 590516-1040, sækir um byggingarleyfi til að innrétta veitingasal á 1. hæð í húsi nr. 32 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 15. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hafnargata, Hrísey - umsókn um stöðuleyfi fyrir flot til skelræktar

Málsnúmer 2017050104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2017 þar sem Ketill Guðmundsson, kt. 140157-5709, sækir um stöðuleyfi fyrir flotum við Hafnargötu í Hrísey, flotin eru leifar af skelrækt sem hætti starfsemi. Flotin hafa dagað uppi og átti að urða en Ketill vill koma skelrækt aftur á laggirnar í Hrísey. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi heimilar umsækjanda að setja flotin í gám og samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í sex mánuði. Staðsetning gámsins skal vera í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins.

6.Hamarstígur 34 - umsókn um bílastæði á lóð

Málsnúmer 2017050106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Sigríður Elsa Kristjánsdóttir, kt. 150981-5579, sækir um leyfi til að gera bílastæði á lóð sinni við hús nr. 34 við Hamarstíg. Bílastæðið skal vera vestan megin við húsið og ekið inn frá Engimýri, sjá mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Gránufélagsgata 4 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2017040047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, sækir um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð hússins nr. 4 við Gránufélagsgötu er varða lokun og tilfærslu eignaskila, ásamt breytingum á gangstétt vegna aðkomu hreyfihamlaðra. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. apríl og 15. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með þeim fyrirvara að samþykki meðeigenda liggi fyrir áður en byggingarleyfi verður gefið út.

8.Rangárvellir 2 - hús nr. 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 8 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 27. apríl 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Sjávargata 4, mhl. 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir aðstöðubyggingu á lóð nr. 4 við Sjávargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

10.Sjávargata - Tangabryggja - eldsneytisdæla fyrir smábáta

Málsnúmer 2016070017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2016 þar sem Þór A. Gunnarsson fyrir hönd Skeljungs hf., kt. 590269-1749, sækir um leyfi til að staðsetja lausa eldsneytisafgreiðslu á Tangabryggju, samanber meðfylgjandi teikningar. Framkæmdin hefur fengið samþykki Hafnasamlags Norðurlands. Innkomnar nýjar teikningar 10. maí 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Endanleg staðsetning verði í samráði við hafnarstjóra.

Fundi slitið - kl. 14:00.