Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

626. fundur 30. mars 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Krókeyrarnöf 21 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýli

Málsnúmer BN070473Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Krókeyrarnöf 21. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Daggarlundur 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030193Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2017 þar sem Björn Þór Guðmundsson, kt. 120974-3869, og Halla Berglind Arnarsdóttir, kt. 160675-3819, sækja um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 3 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Daggarlundur 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2017 þar sem Hjörvar Maronsson, kt. 220785-2709, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 4 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Tryggvabraut 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2017030190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma við hús nr. 3 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir viðlíka viðbyggingu.

5.Daggarlundur 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Heiðars Heiðarssonar, kt. 181183-3229, og Hörpu Hannesdóttur, kt. 081182-3109, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 5 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Daggarlundur 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Guðna Rúnars Kristinssonar, kt. 290685-2739, og Aldísar Maríu Sigurðardóttur, kt. 090693-3369, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 7 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. mars 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Davíðshagi 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030603Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt: 490398-2529, sækir um leyfi til að fjarlægja móhellu úr lóðinni nr. 12 við Davíðshaga til undirbúnings á byggingarframkvæmdum.

Vegna verkefnastöðu lóðarhafa er nauðsynlegt að byrja þá vinnu sem fyrst þ.s. gröftur á móhellu er mikill og tímafrekur, ekki síst þ.s. kjallari er undir austurhluta húss.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Framkvæmdin er á kostnað umsækjanda.

8.Goðanes 18 - leyfi til að kanna dýptartölur

Málsnúmer 2017030591Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd TGT Húsa ehf., kt. 701210-1230, sækir um leyfi til að kanna nánar dýptartölur fyrir lóð nr. 18 við Goðanes. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Framkvæmdin er á kostnað umsækjanda.

Fundi slitið - kl. 14:00.