Áfengis- og vímuvarnanefnd

7838. fundur 11. október 2006
65. fundur
11.10.2006 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Guðlaug Kristinsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Pizza 67 - áfengisveitingaleyfi 2006
2006090047
Með umsókn dags. 14. september 2006 sækir Bragi Elefsen, kt. 040475-4279, f.h. Elefsen ehf.,
kt. 520905-3160, um nýtt áfengisveitingaleyfi fyrir veitingahúsið Pizza 67, Geislagötu 7, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum en áréttar mikilvægi þess að vínveitingastaðir biðji ávallt gesti sína um skilríki. Nefndin minnir á að brot gegn reglum um veitingaleyfi geta varðað áminningu og sviptingu ef um ítrekuð brot er að ræða.


2 Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar - áskorun til alþingismanna
2006100018
Afrit af erindi dags. 17. september 2006 til alþingismanna frá Svavari Sigurðssyni þar sem skorað er á alþingismenn að undirbúa frumvarp til laga um tækjabúnað fyrir toll og lögreglu á næstkomandi þingi.
Lagt fram til kynningar.


3 Forvarnardagurinn 2006 - Taktu þátt!
2006090026
Gerð var grein fyrir hvernig til tókst með forvarnardaginn í grunnskólum Akureyrar
28. september sl.
Nefndin lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst með forvarnadaginn og leggur til að hann verði árviss viðburður.


4 Veitingahús - samkomulag um aukið eftirlit
2006060018
Gerð var grein fyrir gangi verkefnisins.
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir árangri eftirlits á veitingastöðum og vonar að þetta veki rekstraraðila veitingahúsa til ábyrgðar gagnvart skyldum sínum.


5 Lýðheilsustöð - Ábyrgð öllum í hag
2006090027
Kynning á verkefninu og námskeiðinu "Ábyrgð öllum í hag" sem ætlað er starfsfólki veitingahúsa.
Nefndin hvetur rekstraraðila veitingahúsa til að senda starfsfólk sitt á námskeiðið "Ábyrgð öllum í hag" í byrjun næsta árs. Jafnframt minnir nefndin á að almennt skilyrði fyrir skemmtanaleyfi er að haldið sé uppi fullnægjandi dyravörslu og eftirliti og bendir á að ein leið til að ná þessu markmiði er að meirihluti þeirra sem sjá um dyravörslu á vínveitingastöðum sæki viðhlýtandi námskeið.


6 Önnur mál
Margrét Ríkarðsdóttir óskaði eftir að eftirfarandi bókun kæmi fram á fundinum um fyrirhugaðar breytingar á nefndaskipan.
Margrét lýsir undrun sinni á að erindisbréf sameinaðra nefndar skyldi ekki koma til umfjöllunar í öllum þeim nefndum sem málið varðar.Fundi slitið.