Áfengis- og vímuvarnanefnd

7704. fundur 07. september 2006
64.fundur
07.09.2006 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður
Baldur Dýrfjörð
María H. Marinósdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006
2006060059
Umræður um fjölskylduhátíðina Eina með öllu sl. verslunarmannahelgi.
Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn sat fundinn undir þessum lið.
Um nokkurra ára skeið hafa fyrirtæki í ferðamannaþjónustu og afþreyingu á Akureyri sameinast um að halda hátíð um verslunarmannahelgina í þeim tilgangi að mæta þörfum þeirra sem vilja leggja land undir fót og gera sér dagamun, sem er í eðli sínu jákvætt. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að hátíðin sé fyrst og fremst fjölskylduhátíð og ýmislegt verið gert í því skyni meðal annars með auknu framboði á dagskráratriðum fyrir alla aldurshópa, hertum reglum um aðgengi að tjaldsvæðunum við Þórunnarstræti og að Hömrum og fleira mætti nefna. En betur má ef duga skal.
Ljóst er að þeir gestir sem sækja okkur heim þessa helgi skiptast í aðalatriðum í tvo hópa, fjölskyldufólk og ungt fólk á eigin vegum. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að stærstur hluti þeirra sem hingað koma eru til fyrirmyndar í framkomu og umgengni og því erfitt að una því að lítill hluti gestanna skemmi fyrir öllum hinum. Til hins ber einnig að líta að öllum þeim sem að hátíðinni koma ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að allar reglur séu virtar, hvort sem er um aðgengi að vínveitingastöðum eða annað. Ljóst er að þar eru brotalamir sem þarf að laga.
Áfengis- og vímuvarnanefnd leggur áherslu á að Akureyrarbær sem stuðningsaðili hátíðarinnar geri kröfu um að skipuleggjendur hennar setji sér enn skýrari markmið hér að lútandi og geri skilmerkilega grein fyrir með hvaða hætti þeir muni vinna að þeim. (t.d. dagskráratriði, markhópurinn, auglýsingar, dyravarsla, eftirlit, o.s.frv.).
Að öðru leyti tekur áfengis- og vímuvarnanefnd undir þau meginsjónarmið sem koma fram í bókun meirihluta bæjarráðs frá 17. ágúst sl.2 Veitingahús - samkomulag um aukið eftirlit
2006060018
Upplýsingar um stöðu verkefnisins.
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir að verkefnið sé komið af stað.


3 Kaffi Akureyri - áfengisveitingaleyfi 2006
2006070065
Með umsókn dags. 20. júlí 2006 sækir Sveinn Rafnsson, kt. 150761-3449, f.h. GSB veitinga ehf. um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Kaffi Akureyri, Strandgötu 7, Akureyri.
Að gefnu tilefni óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort heimilt sé að gefa út bráðabirgðavínveitingaleyfi til nýrra rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða. Nefndin felur starfsmanni að afla upplýsinga þar að lútandi. Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum en áréttar mikilvægi þess að vínveitingastaðir biðji ávallt gesti sína um skilríki. Nefndin minnir á að brot gegn reglum um veitingaleyfi geta varðað áminningu og sviptingu ef um ítrekuð brot er að ræða.


4 Sjallinn - áfengisveitingaleyfi 2006
2006090005
Með umsókn dags. 1. september 2006 sækir Sæmundur Ólafsson, kt. 231059-7849, f.h. Guri ehf., kt. 690806-0530 um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingahúsið Sjallann, Geislagötu 14, Akureyri.
Að gefnu tilefni óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort heimilt sé að gefa út bráðabirgðavínveitingaleyfi til nýrra rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða. Nefndin felur starfsmanni að afla upplýsinga þar að lútandi. Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum en áréttar mikilvægi þess að vínveitingastaðir biðji ávallt gesti sína um skilríki. Nefndin minnir á að brot gegn reglum um veitingaleyfi geta varðað áminningu og sviptingu ef um ítrekuð brot er að ræða.


5 Allinn - áfengisveitingaleyfi 2006
2006070051
Með umsókn dags. 11. júlí 2006 sækir Guðrún Elva Lárusdóttir, kt. 290880-5219, um nýtt leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Allann, Gránufélgasgötu 10, Akureyri.
Að gefnu tilefni óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort heimilt sé að gefa út bráðabirgðavínveitingaleyfi til rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða. Nefndin felur starfsmanni að afla upplýsinga þar að lútandi. Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum en áréttar mikilvægi þess að vínveitingastaðir biðji ávallt gesti sína um skilríki. Nefndin minnir á að brot gegn reglum um veitingaleyfi geta varðað áminningu og sviptingu ef um ítrekuð brot er að ræða.


6 Svavar Sigurðsson - styrkbeiðni 2006
2006070049
Með tölvupósti dags. 10. júlí 2006 óskar Svavar Sigurðsson eftir styrk til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.
Nefndin ákveður að veita styrk að upphæð kr. 10.000 til Svavars Sigurðssonar í baráttu gegn fíkniefnainnflutningi.


7 Verkefnalausnir - forvarnardagurinn
2006090026
Kynning á forvarnardeginum sem haldinn verður í fyrsta skipti 28. septembernk. í öllum 9. bekkjum grunnskóla landsins
Nefndin fagnar þessu framtaki.


8 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006
2006080065
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlunar 2006.
Nefndin samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun 2006.


9 Fjárhagsáætlun 2007 - félagssvið
2006080078
Forsendur fjárhagsáætlunar árið 2007 lagðar fram til kynningar.
Meirihluti nefndarinnar samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 með þeim fyrirvara að taka þurfi fjárhagsáætlun upp að nýju eftir sameiningu þessarar nefndar og jafnréttis- og fjölskyldunefndar.Ekki fleira gert.
Fundi slitið.