Áfengis- og vímuvarnanefnd

7482. fundur 29. júní 2006
Fundargerð
63. fundur
29.06.2006 kl. 14:00 - 15:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Margrét Kristín Helgadóttir, formaður
Baldur Dýrfjörð, varaformaður
María H. Marinósdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


Þetta er fyrsti fundur í áfengis- og vímuvarnanefnd eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar.
Bæjarstjórn hefir á fundi sínum 21. júní sl. kosið aðal- og varamenn í áfengis- og vímuvarnanefnd.

Aðalmenn:                                                Varamenn:
Margrét Kristín Helgadóttir formaður    Þorlákur Axel Jónsson
Baldur Dýrfjörð, varaformaður                Kristinn Árnason
María H. Marinósdóttir                              Ragnheiður Júlíusdóttir
Margrét Ríkarðsdóttir                         Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Gerður Jónsdóttir                                     Guðlaug Kristinsdóttir


Í upphafi fundar bauð formaður nefndarmenn velkomna til starfa.

1 Saman - styrkbeiðni
2006050054
Erindi dags. 10. maí 2006 frá Geir Bjarnasyni þar sem hann óskar eftir fjárstuðningi sveitafélagsins við forvarnarstarf SAMAN - hópsins á árinu 2006.
Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 til SAMAN hópsins.


2 Vinnuskólinn - styrkbeiðni
2006050125
Erindi dags. 23. maí 2006 frá Lindu Óladóttur forstöðumanni Vinnuskóla Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir styrk til vímuvarnafræðslu fyrir 14 og 15 ára unglinga í Vinnuskólanum sumarið 2006.
Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 til forvarnafræðslu hjá Vinnuskólanum.


3 Veitingahús - samkomulag um aukið eftirlit
2006060018
Lagt fram samkomulag milli 6 veitingahúsaeigenda á Akureyri, Sýslumannsembættisins og Akureyrarbæjar um aukið eftirlit með aldri ungmenna á veitingastöðunum.
Nefndin fagnar samstarfi um aukið eftirlit á veitingahúsum á Akureyri og staðfestir samninginn. Fjárveiting til verkefnisins í ár er 200.000 kr.


4 Önnur mál
Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2006

2006060059
Umræður um fjölskylduhátíðina - Ein með öllu -
Nefndin minnir á sameiginlega ábyrgð allra þeirra sem að hátíðinni koma þannig að vel megi til takast. Góður árangur varð af samstarfi allra aðila á síðasta ári og vonast nefndin til að enn betur takist til um næstu verslunarmannahelgi.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.