Áfengis- og vímuvarnanefnd

7247. fundur 04. maí 2006
62. fundur
04.05.2006 kl. 18:30 - 20:30
Strikið, Skipagötu 14


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Glerárskóli, bekkjarráð 10. bekkjar - styrkbeiðni
2006040105
Erindi dags. 27. apríl 2006 frá Huldu Stefánsdóttur þar sem hún sækir um styrk fyrir bekkjarráð
10. bekkjar í Glerárskóla. Þar sem þau eru að ljúka samræmdum prófum þann 10. maí nk. var ákveðið að halda í óvissuferð strax að þeim loknum.
Nefndin samþykkir að veita upphæð kr. 10.000 til hvers grunnskóla Akureyrar vegna óvissuferða 10. bekkja við lok samræmdra prófa.


2 Kaffico ehf. - áfengisveitingaleyfi 2006
2006040104
Með umsókn dags. 26. apríl 2006 sækir Dagný Ingólfsdóttir, kt. 120866-3119, um nýtt leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Kaffi Rós, Hafnarstræti 26, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.Ekki fleira gert.
Fundi slitið.