Áfengis- og vímuvarnanefnd

7133. fundur 07. apríl 2006

Akureyrarbær

Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
61. fundur
07.04.2006 kl. 14:00 - 16:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir
Jóna Jónsdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Þorgerður Þorgilsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Bryndís Arnarsdóttir fundarritari


1 Hótel Akureyri - áfengisveitingaleyfi 2006
2006020130
Með umsókn dags. 28. febrúar 2006 sækir Haukur Tryggvason, kt. 030855-7799 f.h. Gistiheimilis Akureyrar, kt. 650101-2110 um leyfi til áfengisveitinga fyrir Hótel Akureyri, Hafnarstræti 67, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.2 Rocco ehf. - áfengisveitingaleyfi 2006
2006030076
Með umsókn dags. 16. mars 2006 sækir Jón Örn Þórðarson, kt. 010864-4029, f.h. Rocco ehf.,
kt. 420306-0160 um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingahúsið Rocco, Strandgötu 53, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.3 Ráðstefna um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga
2006010040
Erindi ódags. frá Þóroddi Bjarnasyni þar sem hann leggur fram þá tillögu að halda ráðstefnu næsta vor við Háskólann á Akureyri undir nafninu ,,Hvers vegna fer vímuefnaneysla íslenskra unglinga minnkandi?"
Lagt fram til kynningar.


4 Vertu til - Landsfundur 2006
2006030074
Tölvupóstur dags. 15. mars 2006 frá samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar, "Vertu til", um landsfund sem haldinn verður 12. maí nk. kl. 12:45 - 16:30 í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Lagt fram til kynningar.Ekki fleira gert.
Fundi slitið.