Áfengis- og vímuvarnanefnd

6710. fundur 15. desember 2005
59. Fundur
15.12.2005 kl. 13:00 - 14:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Kaffihús í Sunnuhlíð - áfengisveitingaleyfi 2005
2005110080
Með umsókn dags. 25. nóvember 2005 sækir Birgir Pálsson, kt.080866-3569, um áfengisveitingaleyfi fyrir kaffihús í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð (áður Setrið), Akureyri. Um tímabundið leyfi er að ræða.
Nefndin leggst ekki gegn tímabundinni veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.


2 Vímuvarnir barna og unglinga á Akureyri
2005050070
Umræður um stöðuna í fíkniefnamálum meðal barna og ungmenna á Akureyri.
Nefndin þakkar KEA og Sparisjóði Norðlendinga fyrir stuðning við lögregluna með kaupum á fíkniefnaleitarhundi. Jafnframt fagnar nefndin árangri lögreglunnar undanfarnar vikur við fíkniefnaleit á Akureyri og hvetur alla íbúa til samfélagslegrar ábyrgðar við að uppræta fíkniefnavandann.Ekki fleira gert.
Fundi slitið.