Áfengis- og vímuvarnanefnd

6356. fundur 01. september 2005
56. fundur
01.09.2005 kl. 13:00 - 15:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Atli Þór Ragnarsson
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjárhagsáætlun 2006 - félagssvið
2005060096
Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2006.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.


2 Vímuvarnir barna og unglinga á Akureyri
2005050070
Formaður gerði grein fyrir undirbúningi starfshóps fyrir fjölskylduhátíðina um verslunarmannahelgina.
Nefndin lýsir ánægju með árangur af starfi starfshópsins.


3 Ölgerðin Egill Skallagrímsson - fjáröflun til vímuvarna
2005050080
Forvarnafulltrúi gerði grein fyrir samstarfssamningi nefndarinnar og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar.
Forvarnafulltrúa falið að kalla saman unglinga úr grunnskólum Akureyrarbæjar til samráðsfundar vegna hugmynda að forvarnaverkefnum.


4 Starfsáætlanir 2006 - félagssvið
2005080025
Umræður um starfsáætlun forvarnamála fyrir árið 2005 og 2006
Forvarnafulltrúa falið að vinna áfram að starfsáætlun fyrir árið 2006.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.