Áfengis- og vímuvarnanefnd

5875. fundur 03. mars 2005
53. fundur
03.03.2005 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Atli Þór Ragnarsson
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Kaffi Amor ehf. - áfengisveitingaleyfi
2005020053
Með umsókn dags. 10. febrúar 2005 sækir Ingólfur Guðmundsson, kt. 280443-3609, um nýtt leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Kaffi Amor ehf., Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.


2 Auglýsingar í fjölmiðlum
2004080037
Umræður um áfengisauglýsingar í fjölmiðlum.
Nefndin lýsir áhyggjum sínum yfir fjölgun beinna og óbeinna áfengisauglýsinga sem orðið hefur á undanförnum árum. Nefndin minnir á 20. gr. Áfengislaga nr. 75 frá 1998, þar sem kveðið er á um "hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar". Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að vinna áfram að málinu.


3 Forvarnaverkefnið "Vertu til"
2003090054
Umræður um þjónustutilboð "Vertu til" til sveitafélaga.
Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.


4 Forvarnastefna fyrir Akureyri
2003100007
Kynning á forvarnastefnu sem fer inn í fjölskyldustefnuna.
Ekki fleira gert.
Fundi slitið.