Áfengis- og vímuvarnanefnd

6044. fundur 28. apríl 2005
54. fundur
28.04.2005 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Hildur Arnardóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 "Vertu til" - landsfundur
2005040104
Erindi dagsett 25. apríl 2005 frá samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar "Vertu til" um landsfund sem haldinn verður 4. maí 2005 sem ber yfirskriftina "Stefnumótun og framkvæmd forvarna í sveitarfélögum landsins".
Dagskrá landsfundar "Vertu til" lögð fram til kynningar.


2 Lionsklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni
2005040095
Erindi dags. 18. apríl 2005 frá Valdimari Brynjólfssyni þar sem hann fyrir hönd Lionsklúbbs Akureyrar og Lionklúbbsins Hængs óskar eftir styrk til vímuvarnaverkefnis þessara klúbba í maí 2005.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu og starfsmanni falið að svara bréfritara.


3 Glíma - styrkbeiðni
2005040110
Erindi dags. 25. apríl 2005 frá Antoni S. Magnússyni og Örnu B. Baldvinsdóttur f.h. Glímu, þar sem þau óska eftir styrk til kynningar á forvarnaverkefni sem þau ásamt forvarnafulltrúa Menntaskólans fóru af stað með á sl. ári.
Nefndin samþykkir að veita forvarnafélaginu Glímu styrk að upphæð kr. 50.000.


4 SAMAN-hópurinn - styrkbeiðni
2005030143
Erindi dagsett í mars 2005 frá SAMAN-hópnum sem biður um styrk til forvarnastarfs.
Nefndin samþykkir að veita SAMAN-hópnum styrk að upphæð kr. 50.000.


5 Framhaldsskólarannsókn R&G
2005040129
Kaup á könnun á vímuefnaneyslu ungs fólks í framhaldsskólum á Akureyri.
Nefndin samþykkir að leggja kr. 200.000 til kaupa á niðurstöðum könnunar á vímuefnaneyslu í MA og VMA.


6 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Endurskoðuð fjölskyldustefna Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögur að endurskoðaðri útgáfu af Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.


7 Auglýsingar
2004080037
Tillögur að auglýsingaborða á strætó.
Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að málinu.


8 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Niðurstöður frá öðrum nefndum um forvarnastefnu Akureyrarbæjar í áfengis- og vímuvörnum.
Frestað til næsta fundar.


9 Gefum ofbeldinu rauða spjaldið
Umræður um mótmælaaðgerðir sem ungt fólk stendur fyrir á Ráðhústorgi 29. apríl nk. gegn ofbeldi.
Áfengis og vímuvarnanefnd fagnar þessu framtaki ungs fólks á Akureyri.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.