Áfengis- og vímuvarnanefnd

5307. fundur 14. september 2004
48. fundur
14.09.2004 kl. 15:00 - 16:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsóttir
Hildur Arnardóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Fjárhagsáætlun 2005 - félagssvið
2004060074
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2005
Áfengis- og vímuvarnanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.


2 Starfsáætlun áfengis- og vímuvarnanefndar 2005
2004060015
Teknar fyrir nýjar markmiðslýsingar og breytt stefnukort.
Starfsáætlunin samþykkt.


3 Forvarnaverkefnið "Vertu til"
2003090054
Lögð var fram tillaga að verkefni frá "Vertu til" vegna stefnumótunar og framkvæmda í forvörnum sveitarfélaga.
Nefndin hafnar að taka þátt í tilboði "Vertu til" verkefnisins vegna vinnu við stefnumótun sveitarfélaganna að svo stöddu en felur starfsmanni að fylgjast með þróun mála.


4 Saman-hópurinn - styrkbeiðni
2003050055
Með erindi dags. 6. september sl. óskar Saman-hópurinn eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna auglýsinga sem hópurinn stendur að og beinist að foreldrum og forvörnum.
Nefndin samþykkir að veita Saman-hópnum styrk að upphæð kr. 50.000 til forvarnaauglýsinga.


5 Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar - styrkbeiðni
2003100073
Með tölvupósti dags. 27. október 2003 óskar Svavar Sigurðsson eftir styrk frá Akureyrarbæ til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.
Nefndin hafnar erindinu.6 Forvarnastefna fyrir Akureyri
2003100007
Drög að forvarnaáætlun lögð fram á fundinum.
Nefndin felur starfsmanni að vinna úr drögunum vegna forvarnaáætlunar.


7 Hugsað um barn
2004090053
Kynnt var lífsleikni- og raunveruleikaverkefnið "hugsað um barn".
Starfsmanni falið að vinna áfram að undirbúningi verkefnisins.

Ekki fleira gert.
Fundi slitið.