Áfengis- og vímuvarnanefnd

5183. fundur 17. ágúst 2004
47. Fundur
17.08.2004 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Hildur Arnardóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Rannsóknir og greining ehf. - skýrsla
2004010026
Ný skýrsla um hagi og líðan ungs fólks á Akureyri lögð fram.
Nefndin leggur til að skýrslan verði kynnt í september nk. og felur starfsmanni að vinna að kynningunni.


2 Starfsáætlun áfengis og vímuvarnarnefndar 2005
2004060015
Umræður um skorkort nefndarinnar fyrir árið 2005.


3 Fjárhagsáætlun 2005 - félagssvið
2004060074
Umræður um fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.


4 Verslunarmannahelgin - "Ein með öllu" 2004
2004060098
Umræður um nýafstaðna fjölskylduhátíð "Eina með öllu".
Nefndin felur starfsmanni að taka saman greinargerð vegna fjölskylduhátíðarinnar "Ein með öllu" sem fram fór um síðustu verslunarmannahelgi .


5 Auglýsingar á vegum áfengis- og vímuvarnanefndar
2004080037
Umræður um auglýsingar á vegum nefndarinnar.
Nefndin felur starfsmanni að gera áætlun um næstu auglýsingar.


6 Styrktarsjóður EBÍ 2004
2004060092
Erindi dags. 24. júní 2004 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2004.
Nefndin felur starfsmanni að sækja um styrk til að útfæra forvarnastefnu Akureyrarbæjar.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.