Áfengis- og vímuvarnanefnd

4956. fundur 30. apríl 2004
45. fundur
30.04.2004 kl. 09:00 - 10:30
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Gerður Jónsdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Hildur Arnardóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð


1 Kaffi Torg, Glerártorgi - vínveitingaleyfi
2004030163
Erindi dags. 23. mars 2004 frá Regínu S. Hákonardóttur, kt. 271055-3239, f.h. Prís ehf.,
kt. 670204-3720 þar sem sótt er um nýtt leyfi til áfengisveitinga á veitingastofnni Kaffi Torgi, Glerártorgi, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


2 Fjölskyldumat - gátlisti
2003060089
Lagður var fram gátlisti vegna fjölskyldumats sem nota á til þess að meta kerfisbundið og fyrirfram hvaða áhrif ákvarðanir bæjaryfirvalda/nefnda muni hafa á líf og hagi barnafjölskyldna t.d. framkvæmdir, forgangsröðun verkefna og breytingar á gjaldskrám.
Lagt fram til kynningar.


3 Rannsóknir og greining - skýrsla
2004010026
Skýrsla um niðurstöður rannsókna á vímuefnaneyslu nemenda í 8.- 10. bekk á Akureyri 1997-2003.
Boðað verður til kynningarfundar á niðurstöðum vímuefnaskýrslunnar fyrir skólastjórnendur og deildarstjóra félagssviðs þriðjudaginn 4. maí kl. 11:00. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að kynna skýrsluna frekar.


4 Forvarnaverkefnið "Vertu til"
2003090054
Vorfundur "Vertu til" með yfirskriftinni: Stefnumótun sveitarfélaga í forvarnamálum - Markmið og leiðir verður haldinn 7. maí 2004.
Nefndin felur starfsmanni og formanni nefndarinnar að vera fulltrúar sveitarfélagsins á vorfundi "Vertu til" 7. maí nk.


5 "Náum áttum" - morgunverðarfundir
2003100088
Kynning á síðasta fræðslufundi "Náum áttum" sem fjallaði um áhrif áfengisstefnu á drykkjusiði.
Lagt fram til kynningar.


6 Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum
2004040109
Kynning á þeirri breytingu sem lögð er fram með frumvarpinu.
Lagt fram til kynningar.


7 Forvarnaverkefnið "Hættu áður en þú byrjar"
2004030110
Kynning á tilhögun fræðslunnar skólaárið 2004-2005.
Ákveðið að forvarna- og fíkniefnafræðslan "Hættu áður en þú byrjar" fari fram í 8. og 9. bekk grunnskóla Akureyrar vikuna 18. október til 22. október 2004.


8 "SAMAN-hópurinn"
2002110024
Sumarátak "SAMAN-hópsins" 2004.
Nefndin felur starfsmanni að kanna kostnað vegna auglýsingar sumarátaks "SAMAN-hópsins" í dagskránni í sumar.

Fundi slitið.