Áfengis- og vímuvarnanefnd

4742. fundur 27. febrúar 2004
43. fundur
27.02.2004 kl. 13:15 - 15:45
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Guðgeir Hallur Heimisson
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari1 Café Amour - áfengisveitingaleyfi
2004010137
Með bréfi dags. 10. janúar 2004 (mótteknu 22. janúar) sækir Guðbjartur Kristjánsson,
kt. 030466-3739, f.h. Hnjúkaþeys ehf., kt. 501203-3510, um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Café Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


2 Rannsóknir og greining - skýrsla
2004010026
Tillögur að skýrslukaupum frá Rannsóknum og greiningu og fjármögnun kaupanna.
Nefndin samþykkir hlutdeild sína við áætlaðan kostnað vegna skýrslukaupa frá Rannsóknum og greiningu til ársins 2008.


3 Ég er húsið mitt - styrkbeiðni 2004
2004020003
Erindi dags. 30. janúar 2004 frá Forgjöf Líknarfélagi þar sem óskað er eftir styrkveitingu til sjálfstyrkingarverkefnis "Ég er húsið mitt".
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.


4 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Staðan á vinnu við forvarnastefnu hjá grunnskólum Akureyrarbæjar.
Nefndin fagnar þeirri vinnu sem hafin er vegna forvarnastefnu grunnskólanna.


5 3ja ára áætlun 2005 - 2007
2004010168
3ja ára áætlun 2005-2007 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.


6 Þú átt val - fræðsluverkefni fyrir 8. bekk
2004020123
Forvarnaverkefni í samvinnu við forvarnafulltrúa, Menntaskólann á Akureyri og grunnskólana vegna sjálfsmyndarfræðslu í 8. bekk.
Nefndin fagnar samstarfi og áhuga ungs fólks í Menntaskólanum á Akureyri við að fræða nemendur í 8. bekk grunnskólanna.


7 Náum áttum - morgunverðarfundir
2003100088
Kynning á síðasta fræðslufundi Náum áttum sem fjallaði um: Hvað mótar ábyrgan einstakling út frá áhrifum persónuleikans, áhrifum foreldra og samfélagsins.
Nefndin felur starfsmanni að vinna að því að koma á fjarfundi á Akureyri í tengslum við morgunverðarfundi hjá Náum áttum hópnum.


8 Þjóð gegn þunglyndi
2004020122
Forvarnafulltrúi sagði frá námskeiði um þunglyndi og sjálfsvígsfræði á vegum Landlæknis- embættisins og Heilsugæslustöðvar Akureyrar sem fram fór dagana 5.- 6. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.


9 SAMAN hópurinn
2003050055
Starfsmaður nefndarinnar gerði grein fyrir umræðu um áfengisauglýsingar í fjölmiðlum og fyrirhuguðum mótmælum SAMAN hópsins gegn þeim.
Nefndin harmar tillitsleysi fjölmiðla, áfengisframleiðenda og auglýsingastofa við íslensk lög og mælir mjög gegn því að banni við áfengisauglýsingum verði aflétt.


10 Forvarnaverkefnið "Vertu til"
2003090054
Tilboð frá verkefnisstjórum forvarnaverkefnisins "Vertu til" um að koma norður á fund vegna stefnumótunarvinnu í forvörnum 19. mars nk.
Nefndin felur starfsmanni að vinna að því að fá verkefnisstjórana Svandísi Nínu og Sigríði Huldu á fund hjá nefndinni þann 19. mars nk. til skrafs og ráðagerða.


11 Forvarnateymi fyrir Akureyri
2003100007
Sagt frá stofnfundi forvarnateymis sem haldin var 26. febrúar 2004 og er liður í því að framfylgja fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Nefndin fagnar velheppnuðum stofnfundi forvarnateymis og þeim mikla áhuga og góða anda sem ríkti á fundinum.


12 Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga á Akureyri og nágrenni
2004020126
Forvarnafulltrúi sagði frá undirritun samnings milli Foreldrahúss og félagssviðs vegna sjálfstyrkingarnámskeiða fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-17 ára.
Nefndin fagnar undirritun samningsins og hvetur ungt fólk til að sækja námskeiðin þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnagildi sjálfstyrkingar.


13 Starfslýsing forvarnafulltrúa
Starfslýsing forvarnafulltrúa Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar.
Nefndin samþykkir starfslýsingu forvarnafulltrúa fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.