Áfengis- og vímuvarnanefnd

4628. fundur 22. janúar 2004
42. fundur
22.01.2004 kl. 13:15 - 16:45
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari1 Erindisbréf nefnda endurskoðuð
2004010072
Samþykkt fyrir áfengis- og vímuvarnanefnd.
Lögð fram til kynningar.


2 Rannsóknir og greining - skýrsla
2004010026
Tillögur á kaupum á niðurstöðum kannana frá Rannsókum og greiningu til 4-5 ára lagðar fram.
Nefndin samþykkir að taka þátt í kaupum á niðurstöðum kannana frá Rannsóknum og greiningu.


3 Forvarnastefna fyrir Akureyri
2003100007
Breyting á fundartíma vegna stofnunar forvarnateymis.
Starfsmanni falið að finna nýjan fundartíma fyrir stofnun forvarnateymis.


4 Café Amour - áfengisveitingaleyfi
2004010137
Með bréfi dags. 10. janúar sl. (móttekið 22. janúar 2004) sækir Guðbjartur Kristjánssonar,
kt. 030466-3739, f.h. Hnjúkaþeys ehf., kt. 501203-3510, um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Café Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.

Fundi slitið.