Áfengis- og vímuvarnanefnd

4570. fundur 05. janúar 2004
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
41. fundur
05.01.2004 kl. 17:00 - 19:30
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Þorgerður Þorgilsdóttir
Íris Dröfn Jónsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir ritaði fundargerð1 Rannsóknir og greining - skýrsla
2004010026
Kaup á könnun um vímuefnaneyslu auk fleiri þátta eins og andlega og líkamlega líðan, tengsl við foreldra og íþróttir og tómstundir ungs fólks á Akureyri 2003.
Nefndin lýsir áhuga á að taka þátt í að kaupa niðurstöður rannsókna um líðan og hagi ungs fólks á Akureyri auk vímuefnaneyslu fyrir árið 2003-2004.


2 Forvarnastefna fyrir Akureyri
2003100007
Undirbúningur að stofnun forvarnateymis á Akureyri.
Nefndin felur starfsmanni að boða viðkomandi aðila til stofnfundar forvarnateymis föstudaginn
13. febrúar nk. kl. 12:00 á hádegi.3 Erindisbréf fyrir nefndir endursamin
2003080052
Í kjölfar breytinga á "Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar" þarf að aðlaga erindisbréf nefnda nýjum ákvæðum um meðferð mála í bæjarkerfinu. Lögð voru fram drög að erindisbréfi fyrir áfengis- og vímuvarnarnefnd.
Lagt fram til kynningar.


4 Sköpum reyklausa kynslóð - skólaárið 2002-2003
2003110111
Erindi dags. 21. nóvember 2003 frá Krabbameinsfélaginu og Tóbaksvarnaráði um samantekt könnunar á notkun tóbaksvarnanámsefnis í grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.