Áfengis- og vímuvarnanefnd

4430. fundur 31. október 2003
40. fundur
31.10.2003 kl. 13:00 - 16:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari1 Forvarnastefna fyrir Akureyri
2003100007
Heiða Hauksdóttir og Bryndís Arnarsdóttir sögðu frá fundi sem þær áttu með stjórnendum félagssviðs þar sem rætt var um forvarnir og forvarnastefnu fyrir Akureyri.
Áfengis- og vímuvarnanefnd felur starfsmanni að hefja undirbúning að stofnun forvarnateymis. Stefnt skal að fyrsta fundi í upphafi næsta árs.


2 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Bryndís Arnarsdóttir sagði frá fundi með Svandísi Nínu Jónsdóttur vegna vinnu við gerð forvarnastefnu.
Áfengis- og vímuvarnanefnd felur starfsmanni að undirbúa fund með Svandísi Nínu Jónsdóttur og nefndinni í nóvember vegna ráðgjafar um stefnumótun í forvörnum.


3 Styrkir úr Forvarnasjóði 2003
2003050032
Sagt frá sjálfsmyndarverkefninu "Betri sjálfsmynd, betri líðan" og hugsanlega samvinnu við Foreldrahús um sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-15 ára.
Nefndin samþykkir að veita kr. 200.000 til að móta sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-15 ára á Akureyri.


4 Vímulaus æska - styrkbeiðni
2003070070
Erindi ódags., móttekið 30. júlí 2003 frá Vímulausri æsku - foreldrasamtökum þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu blaðs sem nota á til kynningar og átaks sem Foreldrahús - Vímulaus æska standa fyrir nú á haustmánuðum.
Nefndin samþykkir að veita kr. 15.000 til verkefnisins.


5 Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar - styrkbeiðni
2003100073
Með tölvupósti dags. 27. október 2003 óskar Svavar Sigurðsson eftir styrk frá Akureyrarbæ til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.
Nefndin samþykkir að veita kr. 10.000 til þjóðarátaks Svavars Sigurðssonar.


6 Náum áttum hópurinn
2003100088
Bryndís Arnarsdóttir sagði frá morgunverðarfundi hjá Náum áttum hópnum þar sem m.a. voru erindi um stefnumótun Reykjarvíkurborgar í vímuvörnum og "Hringinn" samstarfsverkefni Miðgarðs og lögreglunnar í Reykjavík.

Fundi slitið.