Áfengis- og vímuvarnanefnd

4339. fundur 19. september 2003
38. fundur
19.09.2003 kl. 13:00 - 16:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari1 Félagssvið - fjárhagsáætlun 2004
2003060053
Unnið að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
Nefndin fer fram á aukið fjármagn vegna kostnaðar sem hlýst af útgáfu og kynningu forvarnastefnu og fyrirsjáanlegra verkefna sem ráðist verður í á grunni stefnunnar.


2 Flugkaffi - áfengisveitingaleyfi
2003080065
Með bréfi dags. 26. ágúst 2003 sækir Baldvin Halldór Sigurðsson, kt. 260553-5999, f.h. Jöklu ehf., kt. 610803-2880, um leyfi til áfengisveitinga á veitingastofunni Flugkaffi, Akureyarflugvelli.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


3 Forvarnaverkefnið "Vertu til"
2003090054
Lagt fram fundarboð vegna forvarnaverkefnisins "Vertu til" samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitafélaga og Áfengis- og vímuvarnarráðs.
Nefndin hvetur alla þá sem áhuga hafa á forvörnum að kynna sér heimasíðu verkefnisins "Vertu til" sem er á vefslóðinni www.vertutil.is.


4 Krossgötur - styrkbeiðni vegna stækkunar á endurhæfingaheimili
2003090052
Erindi dags. 29. ágúst 2003 frá Krossgötum, vörn gegn vímu, þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna stækkunar á enduhæfingaheimili.
Lagt fram til kynningar.


5 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Undirbúningur við gerð forvarnarstefnu.
Áframhaldandi vinna að stefnumótun á næsta fundi.

Fundi slitið.