Áfengis- og vímuvarnanefnd

4236. fundur 21. ágúst 2003
37. fundur
21.08.2003 kl. 16:00 - 17:00
Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari1 Útivistarreglur unglinga
2003080043
Kynnt var nýtt útlit á segulmottu með útivistarreglum unglinga.
Nefndin hvetur foreldra til þess að kynna sér og virða reglur um útivist barna og ungmenna. Auk þess leggur nefndin til að reglurnar verði gerðar aðgengilegar á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is


2 19. Norræna vímuvarnaráðstefnan
2003080044
Kynnt var 19. Norræna vímuvarnaráðstefnan sem haldin verður dagana 1.- 2. september 2003.
Nefndin felur starfsmanni að taka þátt í ráðstefnunni og óskar eftir greinargerð að henni lokinni.


3 Endurskoðun jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar
2002110017
Jafnréttis- og fjölskyldunefnd óskar eftir umsögn um nýja jafnréttisstefnu.
Nefndin fagnar að áhersla skuli vera lögð á íþróttir og tómstundir í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar þar sem rannsóknir sýna að ein besta forvörnin meðal ungmenna sé skipulagt íþrótta- og tómstundastarf.


4 Fjárhagsáætlun 2004 - félagssvið
2003060053
Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2004 samþykkt með smávægilegum breytingum.


5 Afgreiðsla styrkbeiðna
2003080045
Tekin fyrir afgreiðsla styrkbeiðna sem berast til áfengis- og vímuvarnanefndar.
Nefndin samþykkir að afgreiðsla styrkveitinga fari fram tvisvar sinnum á ári, í mars og október.


6 Vímulaus æska - styrkbeiðni
2003070070
Erindi ódags., móttekið 30. júlí 2003 frá Vímulausri æsku - foreldrasamtökum þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu blaðs sem nota á til kynningar og átaks sem Foreldrahús - Vímulaus æska standa fyrir nú á haustmánuðum.
Erindinu frestað fram í október þegar afgreiðsla styrkbeiðna fer fram.


7 Fundir áfengis- og vímuvarnanefndar 2003-2004
2003080046
Tekin fyrir fundartími áfengis- og vímuvarnanefndar 2003-2004.
Fundartími ákveðinn á föstudögum frá kl. 13:00 til 15:00 og tíminn sem líður á milli funda verði á bilinu 3 til 5 vikur.

Þegar hér var komið mætti Þorsteinn Pétursson og sat fundinn undið 8. og 9. lið.


8 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Framkvæmdaáætlun við gerð forvarnarstefnu áfengis- og vímuvarnanefndar.
Samþykkt að vinna samkvæmt framkvæmdaáætlun og hefja þá vinnu á vinnufundi sem haldinn verður föstudaginn 19. september nk. kl. 13:00 til 15:00.


9 Ein með öllu - verslunarmannahelgin 2003
2003070011
Þorsteinn Pétursson lögreglumaður ræddi um nýafstaðna verslunarmannahelgi.
Nefndin leggur til að undirbúningshópur Fjölskylduhátíðarinnar " Ein með öllu" hugi betur að kynningu á hátíðinni og gæti þess að henni sé miðlað til markhópsins þ.e. fjölskyldunnar. Nefndin hvetur lögregluna til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að framfylgja lögum og gera áfengi upptækt hjá börnum og unglingum. Að lokum bendir nefndin á að taka þurfi afstöðu til framtíðar tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti í ljósi nýafstaðinnar verslunarmannahelgar.

Fundi slitið.