Áfengis- og vímuvarnanefnd

4140. fundur 04. júlí 2003

36. fundur
04.07.2003 kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Atli Þór Ragnarsson
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari


1 Arnarauga - áfengisveitingaleyfi
2003060050
Með bréfi dags. 13. júní 2003 sækir Örn Ingi Gíslason, kt. 020645-2459 um leyfi til áfengisveitinga í einkasal að Óseyri 6, Arnarauga, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


2 Lífs-list (PSD) Harveys Milkman
2003040039
Kynning á Lífs-list (Project Self-Discovery) Harveys Milkman sem er forvarna- og meðferðarúrræði fyrir unglinga í áhættuhópi fyrir vímuefnaneyslu. Úrræðið felst í því að ungmennum er boðinn vettvangur listrænnar sköpunar og þjálfunar í samskiptum og lífsleikni sem kost til mótvægis við áhættusama hegðun.
Nefndin fagnar meðferðarúrræði þar sem athyglin beinist fyrst og fremst að ungu fólki í áhættuhópi fyrir sjálfskaðandi hegðun. Nefndin telur að verulega hafi skort á að fjármagni sé varið í meðferðarúrræði fyrir þennan hóp svo hægt sé að forða ungmennum frá vímuefnaneyslu í framtíðinni.


3 SAMAN hópurinn - sumarátak
2003050055
Samverustund fjölskyldunnar - besta forvörnin. Sumarátak SAMAN-hópsins þar sem áherslan er á gildi samverustunda fjölskyldunnar.
Nefndin fagnar sumarátaki SAMAN-hópsins og hvetur foreldra til að verja sem mestum tíma með börnum sínum þar sem rannsóknir sýna að samvera foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að unglingar hefji neyslu vímuefna.


4 Forvarnafræðsla í unglingavinnunni sumarið 2003
2003060098
Kynning á forvarnafræðslunni "Að byggja upp sjálfstraust án vímuefna" fyrir 14 og 15 ára unglinga í vinnuskólanum í samvinnu við fjölskyldudeild og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Forvarnafulltrúi sagði frá nýafstaðinni forvarnafræðslu sem hún ásamt Álfheiði Svönu Kristjánsdóttur, unglingaráðgjafa á fjölskyldudeild sáu um dagana 2.- 4. júlí og tókst vel í alla staði.


5 Stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum
2003040039
Umræður um framtíðarsýn nefndarinnar og áætlun fyrir næsta ár.
Umræðu haldið áfram á næsta fundi.


6 Fjárhagsáætlun 2004 - félagssvið
2003060053
Áframhaldandi umræða um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Umræðu frestað fram á næsta fund.


 


Fundi slitið.