Áfengis- og vímuvarnanefnd

3861. fundur 19. mars 2003

32. fundur
19.03.2003 kl. 16:00 - 19:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari
1 2003 ehf. - áfengisveitingaleyfi
2003030056
Með umsókn dags. 6. mars 2003 sækir Ævar Þór Bjarnason, kt. 020781-3789, f.h. 2003 ehf., kt. 620103-2760 um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn 2003, Geislagötu 7, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins svo framarlega sem önnur leyfi hafa verið fengin.


2 Forvarnafræðsla
Forvarnafræðsla meðal ungmenna í unglingavinnunni næsta sumar.
Nefndin felur starfsmanni að hafa samráð við viðeigandi aðila og halda áfram forvarnafræðslu í unglingavinnu Akureyrarbæjar.


3 Stofnun Unglingaráðs á Akureyri
2002100100
Lagt fram til kynningar.
Nefndin fagnar undirbúningi að stofnun Unglingaráðs Akureyrar.


4 Styrkbeiðni vegna óvissuferðar 10. bekkjar Oddeyrarskóla
2003030168
Erindi dags. 19. mars sl. frá Sesselju Sigurðardóttur, fulltrúa foreldra 10. bekkjar, þar sem óskað er eftir styrk vegna óvissuferðar við lok samræmdu prófanna vorið 2003.
Ákveðið að fresta ákvörðun og fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaðar óvissuferðir 10. bekkinga í lok samræmdu prófanna nú í vor.


5 Stefnumótun
Umræður um stefnumótun og markmið áfengis- og vímuvarnanefndar.


6 AA-húsið
Heimsókn í AA-húsið.
Heiða Hauksdóttir formaður sagði frá heimsókn sinni í AA-húsið við Strandgötu þar sem hún kynnti sér aðstæður.

Fundi slitið.