Áfengis- og vímuvarnanefnd

3744. fundur 05. febrúar 2003

31. fundur
05.02.2003 kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari
1 VMA - styrkbeiðni
2003010138
Erindi dags. 10. janúar 2003 frá Karen Malmquist forvarnafulltrúa VMA þar sem óskað er eftir styrk vegna ýmissa forvarnaverkefna sem fyrirhuguð eru á næstunni í Verkmenntaskólanum.
Nefndin samþykkir að styrkja framhaldskólana VMA og MA um kr. 100.000 hvorn skóla til forvarnastarfa. Nefndin óskar eftir að forvarnafulltrúar skólanna skili yfirliti um hvernig fjármunum verður varið. Ennfremur óskar nefndin eftir að forvarnafulltrúar verði boðaðir á fund með nefndinni.


2 Samfés - styrkbeiðni
2003010068
Ódags. erindi frá Jóni R. Hilmarssyni framkvæmdastjóra Samfés þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 60.000 til að standa straum af útgáfu á spilum og veggspjöldum sem eru hluti af forvarnaverkefni sem Samfés, Áfengis- og vímuvarnaráð og Tóbaksvarnanefnd standa að.
Áfengis og vímuvarnanefnd getur ekki orðið við erindinu.


3 Ég er húsið mitt - sjálfstyrkingarverkefni fyrir börn og unglinga
2003010135
Erindi dags. 25. janúar 2003 frá Forgjöf Líknarfélagi þar sem óskað er eftir styrkveitingu til sjálfstyrkingarverkefnis fyrir börn 4-11 ára.
Samþykkt af nefndinni að fyrri afgreiðslur málsins skuli standa.


4 Pollurinn - áfengisveitingaleyfi
2003010034
Með bréfi dags. 9. janúar 2003 sækir Sigurður Einarsson, kt. 210444-2629, Bakkahlíð 21, f.h. Óss ehf., kt. 420190-2209, um áfengisveitingaleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaðinn Pollinn, Strandgötu 49.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins svo framarlega sem önnur leyfi hafa verið fengin.


5 Fundir áfengis- og vímuvarnanefndar 2003
Tekin verða fyrir hlutverk, markmið og stefna nefndarinnar.
Ákveðið að vinna áfram að stefnumótun nefndarinnar á næstu fundum og stefnt að því að hún verði tilbúin í maí nk.


6 Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga
Forvarnafulltrúi skipaður varamaður SIS í nefnd á vegum SIS og ÁVVR um eflingu forvarna í sveitarfélögum
Fundarmenn fagna veru forvarnafulltrúa í nefndinni.

Fundi slitið.